Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 15.-21. október 2011

Föstudagur 21. október

Kl.10-18 var ráðstefna um heilbrigðismál í Vilníus í Litháen sem ég sótti fyrir hönd velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Eftir hádegi var ráðstefnan í húsakynnum ráðhússins.

Fimmtudagur 20. október

Kl.9 var fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Um miðjan daginn lá leiðin til Kaupmannahafnar og Litháen.

Miðvikudagur 19. október

Kl.9-10 heimsótti velferðarnefnd Alþingis Umboðsmann skuldara.

Kl.10-11 heimsótti nefndin Vinnumálastofnun.

Í hádeginu komu kempur úr Landssambandi framsóknarkvenna(LFK) í heimsókn á Alþingi.

Kl.13 hófst þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.14 sat ég kynningu í Metró þar sem kynnt var að veitingastaðurinn mun héðan í frá veita kúnnum sínum upplýsingar um m. a. hitaeiningainnihald skyndibita sem þar eru seldir.

Þessi ákvörðun var tekin í framhaldi af þingmáli sama efnis sem ég flutti í vor og endurflyt á Alþingi í dag.

Frétt mbl.is af Metró.

Frétt af pressan.is um sama mál og frétt af bleikt.is.

Kl.15-30-18:00 flutti ég fjögur þingmál á Alþingi.

Þau eru um tóbaksvarnir, um heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni, um norræna hollustumerkið Skráargatið og um hitaeiningamerkingar á skyndibita.

Þriðjudagur 18. október

Kl.9:20 hófst fundur í allsherjar- og menntamálanefnd.

Kl.11 var bin útsending af fundinum þar sem Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, kynnti þingmálaskrá sína.

Kl.16 skrapp ég á sýningu um framtíðarskipulag Þingvalla í ráðhúsinu.

Kl.20-22 stýrði ég málþingi Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar um brjóstakrabbamein í fundarsal Arion banka.

Mánudagur 17. október

Kl.10 heimsótti velferðarnefnd Allþingis SÁÁ í Efstaleiti.

Kl.11 hófst blaðamannafundur þingflokks framsóknarmanna þar sem við kynntum plan b, efnahags- og atvinnutillögur okkar.

Kl.12 tók ég viðtal á Alþingi.

Kl.13:45 var þingflokksfundur framsóknarmanna.

Kl.15 hófst þingfundur.

Sunnudagur 16. október

Um miðjan daginn fórum við Ingunn systir að versla.

Um kvöldið kom Hákon í mat.

Laugardagur 15. október

Í dag var ég gestur á Kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi.

Þingið er haldið í Skjólbrekku við Mývatn.

Um kvöldið ók ég suður.