Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 24.-30. ágúst 2013

Föstudagur 30. ágúst

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness þar sem ég hljóp í skarðið fyrir gjaldkerann.

Fimmtudagur 29. ágúst

Nýtti hluta dagsins með fólki sem var að skoða Reykjavík.

Miðvikudagur 28. ágúst

Kynnti mér m. a. starfsemi fyrirtækis í dag sem er að vinna að nýjungum í umhverfismálum.

Þriðjudagur 27. ágúst

Dagurinn fór í að aðstoða Hákon við bókarkaup og fleira.

Mánudagur 26. ágúst

Kom Hákoni í skólann um morguninn.

Fór svo í ýmsar útréttingar.

Kl.15:30 var kaffifundur.

Kl.17 var tími til að skreppa í sjósund.

Kl.20 var fundur í Þú getur!

Sunnudagur 25. ágúst

Um miðjan daginn nýttist tíminn í að passa litlu ömmustelpuna þar sem Húni og Elín Björk fóru í skírnarveislu.

Laugardagur 24. ágúst

Um morguninn var Reykjavíkurmaraþonið.

Um miðjan daginn lá leiðin í Hörpuna á tónleika í tilefni menningarnætur Reykjavíkur.