Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 14.-20. september 2013

Föstudagur 20. september

Kl.10 hittumst við Heiður til að undirbúa ræðuhöld vegna endurfundahátíðar Valóárgangsins sem útskrifaðist árið 1978.

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.13 var stjórnarfundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.16:30 hittist nefndin sem er að undirbúa endurfundahátíð Valóárgangsins sem útskrifaðist árið 1978.

Hittums við hjá Día að venju.

Fimmtudagur 19. september

Vann í pappírsgögnum í dag og lét skoða bílinn.

Miðvikudagur 18. september

Skrapp í morgunkaffi á stofuna til pabba.

Kl.12 var fundur í Norræna húsinu um utanríkisstefnu Kína.

Kl.16 var fyrsti fundur nefndar sem er að undirbúa 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna árið 2015.

Þriðjudagur 17. september

Kl.10:30 var tími hjá Lilju í HárTEAM í klippingu.

Vann síðan í tölvunni við undirbúning m. a. endurfundahátíðar Valóárgangsins míns.

Mánudagur 16. september

Kl.17 var sjósund, en í dag var hitastig sjávar um 7 gráður.

Sunnudagur 15. september

Kl.20 hófust stórglæsilegir tónleikar sjóðsins Þú getur! í Eldborgrsal Hörpunnar.

Fjöldi listamanna kom fram og gaf vinnu sína í gott málefni.

Sjóðurinn styrkir þá sem hafa átt við geðraskanir að stríða til náms og vinnur gegn fordómum.

Laugardagur 14. september

Veiddum fyrir hádegi.

Um kvöldið kom Hákon í mat.