Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 2.-8. nóv. 2013

Föstudagur 8. nóvember

Kl.9 hófst Umhverfisþingið í Hörpunni.

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.15 skrapp ég upp á flokksskrifstofuna í vöfflukaffi.

Fimmtudagur 7. nóvember

Var í ráðuneytinu á fundum og í gagnavinnu.

Um kvöldið lá leiðin í Hörpu að  hlusta á Symphóníuna.

Miðvikudagur 6. nóvember

Var í ráðuneytinu.

Seinni partinn fygldist ég með umræðum um formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni á Alþingi.

Þriðjudagur 5. nóvember

Var í ráðuneytinu.

Um kvöldið heimsótti ég Húnboga, Elínu Björku og dóttur þeirra, en sú litla er þriggja mánaða í dag.

Mánudagur 4. nóvember

Var í ráðuneytinu í gagnavinnu.

Sunnudagur 3. nóvember

Dagurinn nýttist að hluta til í lestur gagna.

Seinni partinn lá leiðin í sund.

Nokkrir gestir Airwaves hátíðarinnar voru í lauginni, greinilega til að ná sér eftir skemmtilega tónleika og vökur helgarinnar.

Laugardagur 2. nóvember

Dagurinn nýttist m. a. í góða göngu.