Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 7.-13. desember 2013

Föstudagur 13. desember

Kl.18 hófst marsipankeppni fjölskyldunnar og var hún haldin heima hjá Ingunni systur.

Leifur bróðir vann aðalverðlaunin, en hann gerði nokkra flotta hvalasporða úr marsipani.

Fimmtudagur 12. desember

Kl.16-19 var svokallaður tengiliðafundur í utanríkisráðuneytinu þar sem farið var yfir formennskuáætlun Íslands í Norræna ráðherraráðinu árið 2014.

Miðvikudagur 11. desember

Kl.18:00-20:30 var haldinn góður fundur í ráðherrabústaðnum.

Ráðherrarnir, Eygló Harðardóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir, héldu fundinn og buðu á hann forystufólki úr stjórnmálaflokkunum til að ræða leiðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórunum en kosið verður til þeirra 31. maí í vor.

Fundurinn var nokkuð stormasamur, enda er kyn eldfim pólitísk breyta eins og flestir vita.

Þriðjudagur 10. desember

Í morgun fór Hákon í próf.

Kl.19 hófst jólafundur Kvenfélags Seltjarnarness.

Á fundinum hélt mamma erindi um jólahald í Noregi þegar hún var ung.

Mánudagur 9. desember

Eftir vinnu lá leiðin í sjósund.

Sunnudagur 8. desember

Kl.10-11 vorum við Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og Katrín Júlíusdóttir í þættinum hjá Sirrý á Rás 2 í Rúv.

Ræddum við um stöðu kvenna í stjórnmálum, en nú eru stjórnmálaflokkarnir að raða upp listum vegna sveitarstjórnarkosninganna sem verða í vor.

Um kvöldið var heimatilbúin pizza.

Laugardagur 7. desember

 Kl.12 lá leiðin í Mosfellsbæinn að fylgjast með Ingibjörgu Siv Húnbogadóttur í ungbarnasundi með mömmu sinni.

Sú stutta var hin duglegasta.

Kl.18 hófst hin hefðbundna laufabrauðsgerð hjá Hildi systur.

Að þessu sinni skárum við færri kökur en venjulega því bæði Árni og Leifur forfölluðust.

Að loknum laufabrauðsskurði borðuðum við hangikjöt að venju.