Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 14.-20. desember 2013

Föstudagur 20. desember

Kl.12 hófst jólafundur Rótarýklúbbs Seltjarnarness.

Á boðstólnum var síld, hangikjöt og möndlukrem.

Fimmtudagur 19. desember

Kl.18:30 hófst árlegt jólaboð Siggu frænku og Golla.

Allir voru í jólaskapi að venju og skemmtu sér stórvel.

Miðvikudagur 18. desember

Kl.13 fór ég í stutt sjónvarpsviðtal á Stöð 2 vegna íþróttamanns ársins 2013.

Kl.14:30 var hátíðlegur starfsmannafundur í velferðarráðuneytinu sem endaði á því að við sungum Heims um ból.

Þriðjudagur 17. desember

Kl.10 var símafundur með starfsfólkinu sem sinnir landamærahindranastarfinu á skrifstofu Norræna ráðherraráðsins í Kaupmannahöfn.

Mánudagur 16. desember

Kl.15:30 var fundur nefndar sem undirbýr hátíðarhöld vegna 100 ára kosningaréttar kvenna árið 2015.

Fundurinn var að þessu sinni haldinn í fundarsal á Lækjarbrekku.

Sunnudagur 15. desember

Dagurinn nýttist m. a. í góða göngu í kuldanum.

Laugardagur 14. desember

Kl.13:30 lá leiðin til Húna og Elínar Bjarkar að passa litlu Ingibjörgu Siv, meðan foreldrarnir skruppu í IKEA.

Kl.18 komu stelpurnar í saumaklúbbnum, Anna Hrönn, Heiður og Hróðný,  heim til mín í mat.

Bauð ég upp á danskt jólaborð.