Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 21.-27. desember 2013

Föstudagur 27. desember

Eftir vinnu fór lá leiðin í Smáralindina og í Bónus að versla fyrir helgina.

Fimmtudagur 26. desember

Kl.18 hófst árlegt jólaboð mömmu.

Mikið fjör var í boðinu að venju.

Miðvikudagur 25. desember

Dagurinn nýttist m. a. í bókalestur.

Þriðjudagur 24. desember

Jólamaturinn smakkaðist afar vel, hnetusteik og hamborgarhryggur.

Mánudagur 23. desember

Um morguninn fór Hákon í jólaklippinguna.

Pakkaði inn og ók svo síðustu jólapökkunum á rétta staði.

Sunnudagur 22 .desember

Dagurinn nýttist í að kaupa jólagjafir og taka til.

Laugardagur 21. desember

Kl.10 lá leiðin í sjósund í tilefni þess að í dag eru vetrarsólstöður.

Hitastig sjávar var 0,6 gráður.