Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 22.-28. feb. 2014

Föstudagur 28. febrúar

Skrapp upp á flokksskrifstofuna í dag.

Kl.14 var ráðstefna um konur og sveitastjórnarmál nú í aðdraganda sveitastjórnakosninganna.

Fimmtudagur 27. febrúar

Um morguninn var fundur um norræna velferðarstefnu.

Kl.12 bauð Eygló Harðardóttir, ráðherra jafnréttismála, nýju Sambandi femínistafélaga framhaldsskólanna, til hádegisverðarfundar í ráðherrabústaðnum.

Kl.18 komu Elín Björk og Ingibjörg Siv í mat, en Húnbogi komst ekki því hann var á ráðstefnu þar sem kynntir voru naglar til að negla í brotna lærleggi.

Miðvikudagur 26. febrúar

Dagurinn hófst á fundi um -Konur í "karlastörfum"- á Grand hótelinu.

Kl.12 hitti ég Bigga og Heiði á Horninu til að skipuleggja hefðbundna árlega reunionið hjá 6.-S úr MR, sem haldið verður um miðjan maí.

Kl.17:30 var stjórnarfundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Þriðjudagur 25. febrúar

Dagurinn fór í hefðbundin fundarstörf og fleira.

Skrapp að hitta ömmustelpuna um kvöldið.

Mánudagur 24. febrúar

Kl.17 var tími fyrir sjósund.

Fór með bílinn í dag á gott pústverkstæði sem heitir Betra púst.

Hröð og snögg þjónusta.

Sunnudagur 23. febrúar

Kl.10 var fræðslufundur í Seltjarnarneskirkju þar sem Þór Whitehead, sagnfræðingur, sagði frá hernaðarmannavirkjum á Seltjarnarnesi í seinna stríðinu.

Kl.11 hófst konudagsmessa í Seltjarnarneskirkju.

Þar las ég seinni ritningalesturinn fyrir hönd Kvenfélags Seltjarnarness.

Seinni part dags var nýttur í göngutúr við Gróttu.

Laugardagur 22. febrúar

Kl.11 var morgunkaffifundur framsóknarmanna á Digranesvegi 12 í Kópavogi.