Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 1.-7. mars 2014

Föstudagur 7. mars

Kl.12 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Kl.17 hittist saumaklúbburinn heima hjá Hróðnýju.

Fimmtudagur 6. mars

Kl.11 skrapp ég til Lilju í Hárteam.

Seinni partinn fór Húni til Bandaríkjanna á ráðstefnu.

Miðvikudagur 5. mars

Kl.10 var fundur með Bo Könberg, en hann er að undribúa tillögur um samstarf Norðurlandanna á velferðarsviði til norræna ráðherraráðsins.

Skoðaði líka Stúdentakjallarann nýja vegna fundar sem til stendur að halda þar síðar.

Þriðjudagur 4. mars

Kl.12 fundaði nefnd, sem unribýr hátíðarhöld í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna árið 2105, á Hallveigarstöðum.

Mánudagur 3. mars

Kl.9:30 var boðið upp á bolludagskaffi í ráðuneytinu.

Kl.12 skrapp ég á rótarýfund á Nauthól.

Kl.17 var tími fyrir sjósund, en í dag var hitastig sjávar 0,8 gráður.

Sunnudagur 2. mars

Um kvöldið buðu Húni og Elín Björk í önd og gæs.

Laugardagur 1. mars

Kl.11 var morgunkaffifundur framsóknarmanna á Digranesvegi 12 í Kópavogi.

Skrapp líka á fréttaljósmyndasýninguna í Gerðasafninu.

Eins og alltaf var hún mjög góð.

Fór svo niður á hafnarsvæðið með Hákoni í góða veðrinu.

Kl.20 lá leiðin í Hörpuna á frumsýningu íslensku óperunnar Ragnheiður.

Óperan var frábær.

Góður söngur, smart sviðsmynd og nóg af dramatík, sérlega í lokin.