Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 15.-21. mars 2014

Föstudagur 21. mars

Um miðjan daginn náði ég að hitta hluta norsku fjölskyldu minnar í Ósló.

Fimmtudagur 20. mars

Um miðjan daginn fundaði ég með Bjarne Mörk Eidem í norska Stórþinginu.

Hann var fulltrúi Noregs í gamla Landamærahindrunarhópnum og  því gott að leita í smiðju hans.

Bjarne Mörk Eidem var sjávarútvegsráððherra Noregs og norrænn samstarfsráðherra á sínum tíma.

Hann var einnig forseti Stórþingsins.

Miðvikudagur 19. mars

Kl.7:35 lá leiðin til Óslóar.

Þar fundaði ég með fulltrúum Hallo Norden frá Norðurlöndunum í höfuðstöðvum Norræna félagsins í Noregi vegna starfa minna í Landamærahindranaráði Norræna ráðherraráðsins.

Þriðjudagur 18. mars

Kl.15:15 fór ég í smink upp á rúv og þaðan í Norræna húsið til að taka upp þátt með Boga Ágústssyni um starfið sem fer fram í Landamærahindranaráðinu.

Kl.19 lá leiðin til Elínar Bjarkar, Húnboga og Ingibjargar Sivjar að borða.

Mánudagur 17. mars

Um morguninn sótti ég Húnboga út á flugvöll, en hann var að koma frá Bandaríkjunum.

Sunnudagur 16. mars

Dagurinn fór í lestur , tölvuvinnu og tiltektir.

Laugardagur 15. mars

Um miðjan daginn lá leiðin í bæinn til að m. a. fara upp í Hallgrímskirkjuturn til að sjá útsýnið.