Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 29.mars-4.apríl 2014

Föstudagur 4. apríl

Dagurinn fór að hluta til í að lesa gögn og skýrslur um fátækt á Íslandi.

Fimmtudagur 3.apríl

Kl.10 stóð ég fyrir svokölluðum forfundi þar sem rætt var um starf nýja Landamærahindrunarráðsins.

Kl.13 var fundur með Íslandsdeild Norðurlandaráðs á Alþingi.

Kl.19:30 var móttaka, forsætisráðherra, vegna fundar kvenna sem eiga sæti á þjóðþingum.

Að móttöku lokinni var hátíðarkvöldverður í boði þeirra kvenna sem eru ráðherrar í ríkisstjórninni.

Miðvikudagur 2. apríl

Kl.9:30 vr fundur um norrænu velferðarvaktina.

Kl.14:30 var símafundur með starfsfólki Landamærahindrunarráðsins í Kaupmannahöfn.

Þriðjudagur 1. apríl

Kl.12 var fundur í nefnd sem er að undirbúa hátíðarhöld í tengslum við 100 ára kosningarétt kvenna árið 2015.

Mánudagur 31. mars

Kl.11 hitti ég velferðarnefnd Alþingis til að ræða þingsályktun um mænuskaðamál.

Kl.14 var fundur í utanríkisráðuneytinu um hvernig koma má norrænu samstarfi betur á framfæri(branding) á Norðurlöndunum.

Sunnudagur 30. mars

Um eftirmiðdaginn fórum við Húni og Hákon út að snarla saman.

Laugardagur 29. mars

Seinni partinn lá leiðin út á land í skemmtiferð.