Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 31. maí-6. júní 2014

Föstudagur 6. júní

Kl.12-13 var fundur í Rótarýklúbbi Seltjarnarness.

Fimmtudagur 5. júní

Kl.9:00-10:30 var tengiliðafundur í utanríkisráðuneytinu vegna formennsku Íslands í Norræna ráðherraráðinu.

Um kvöldið lá leiðin í Smáralind, en þar var mikið fjör og opið til miðnættis.

Miðvikudagur 4. júní

Eftir vinnu nýttist tíminn m. a. til að trimma.

Þriðjudagur 3. júní

Um miðjan daginn keyrði ég Húna, Elínu og Ingibjörgu Siv út á flugvöll því þau voru að skreppa til útlanda.

Mánudagur 2. júní

Um miðjan daginn funduðum við Finnur Kristinsson, landslagsarkitekt, vegna starfa okkar í dómnefnd Norrænu umhverfisverðlaunanna.

Kl.17 var tími fyrir sjósund.

Kl.20 fór ég í Bíó Paradís.

Sunnudagur 1. júní

Kl.13 var kappróður í Hafnarfjarðarhöfn þar sem systkinasynir mínir, Sigmundur Árni Sigurgeirsson og Emil Örn Árnason, kepptu ásamt vinum sínum í Pullunum.

Kl.18 komu Húni, Elín Björk, Ingibjörg Siv og mamma í mat.

Laugardagur 31. maí

Kl.8 mættum við Davíð Jack í Valhúsaskóla ásamt öðrum umboðsmönnum lista til að skoða kjörstað.

Kl.18 hélt Ingunn systir upp á fimmtugsafmælið sitt með glæsilegum hætti.