Dagbók Sivjar Friðleifsdóttur

Vikan 21.-27. júní 2014

Föstudagur 27. júní

Dagurinn fór í að undirbúa gögn fyrir dómnefnd norrænu umhverfisverðlaunanna, að útbúa bréf til ráðherraráðs norrænu heilbrigðis- og félagsmálaráðherranna vegna landamærahindranastarfsins og að passa Ingibjörgu Siv.

Fimmtudagur 26. júní

Kl.8-12 var fundur samstarfsráðherra Norðurlandanna á hótel Rangá.

Fundurinn gekk mjög vel en á honum voru samþykktar nýjar vinnureglur fyrir öll ráðherraráðin í Norrænu ráðherranefndinni og farið yfir fjárlög næsta árs í norræna samstarfinu.

Seinni partinn heimsótti ég Húna, Elínu og Ingibjörgu Siv.

Miðvikudagur 25. júní

Kl.14-16 var fyrsti fundur í Velferðarvaktinni í ráðuneytinu.

Skiptum við okkur í tvo undirhópa á fundinum og skipulögðum verklag okkar til áramóta.

Kl.16-17 var fundur með Dagfinn Höybråten, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, í ráðuneytinu.

Um kvöldið lá leiðin á hótel Rangá.

Þriðjudagur 24. júní

Kl.11-13 var fundur með danska samstarfsráðherranum, Carsten Hansen, í ráðuneytinu.

Danir taka við formennsku af Íslandi í Norræna ráðherraráðinu á næsta ári.