Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
    Minningargrein um Ástu Sveinbjarnardóttur

    23/01/2013

    Fallin er frá heiðurskonan Ásta Sveinbjarnardóttir. Ástu kynntist ég fyrir áratugum síðan og fann fljótt að hún var öflug og heil í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Leiðir okkar Ástu tvinnuðust saman á margan hátt því hún var virk í starfi Kvenfélags Seltjarnarness og starfi framsóknarmanna á Seltjarnarnesi. Hún var jafnréttissinni í hjarta sínu og kvenréttindakona. Alltaf lagði hún gott til mála, var réttlát og víðsýn. Einnig lágu leiðir okkar saman í gegnum dóttur hennar og æskuvinkonu mína, Hróðnýju Garðarsdóttur. Ein af mínum kæru minningum um Ástu er einmitt tengd Hróðnýju. Þannig var að fyrir þremur árum hittumst við æskuvinkonurnar, Hróðný Garðarsdóttir, Heiður Björnsdóttir og Anna Hrönn Jóhannsdóttir, í sumarbústað fjölskyldu Ástu í Fljótshlíðinni á Suðurlandi. Ásta var þar einnig, kát og gestrisin að venju. Skyndilega verðum við varar við ref sem er að snudda í kringum Maríuerluhreiður þar hjá. Ásta var þá úrræðagóð, brást hratt við og hljóp sem fætur toguðu með kúst á lofti, kom refnum frá og bjargaði hreiðrinu. Fannst okkur þetta skemmtileg og óvenjuleg sjón. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Ástu fyrir hlýhug og góðar minningar bæði í einkalífi og félagsstarfi. Einnig votta ég Hróðnýju, Þórhildi og Páli og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð vegna fráfall hennar. Guð blessi minningu Ástu.