Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
    prentvæn útgáfa

    Miðvikudagur 15. janúar 2003


    16/04/2008

    Kl. 8:00 ók rúta með okkur nokkur úr ráðuneytinu, Erling Ólafsson, skordýrafræðing, Magnús Magnússon, kvikmyndagerðarmann, og Guðna Einarsson, blaðamann Morgunblaðsins, af stað austur í Freysnes. Þangað komum við um 12:15.

    Kl. 13:00 hófst hátíðleg athöfn þar sem ég undirritaði skipulagsskrá Kvískerjasjóðs ásamt Kvískerjabræðrunum og vísindamönnunum Sigurði, Hálfdáni og Helga Björnssonum. Viðstaddir voru bæjarfulltrúar sveitarfélagsins og fjölmargir heimamenn, um 50 manns. Ávörp fluttu Albert Eymundsson bæjarstjóri, Pálína Þorsteinsdóttir skólastjóri, Ragnar Frank Kristjánsson þjóðgarðsvörður, Sigurlaug Gissurardóttir stjórnarformaður Kvískerjasjóðs og Sigurður Björnsson frá Kvískerjum.

    Stofnfé sjóðsins eru 25 milljónir króna, en hann mun úthluta til rannsókna á náttúru- og menningarminjum í Austur-Skaftafellsýslu. Kvískerjabræður eru kunnir af afar merkum náttúrufarsrannsóknum á svæðinu sem spannar marga áratugi.

    Athöfnin tókst afar vel í alla staði. Eftir athöfnina fylgdum við nokkur þeim bræðrum heim að Kvískerjum þar sem Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, tók myndir, en hann var í sveit að Kvískerjum á árum áður.

    Síðan ókum við í bæinn og ég var komin heim um kl. 21:00.