Vefur Al˛ingis Senda tˆlvupÛst til Siv Vefur FramsÛknarflokksins Ganga Ì flokkinn VefslÛir fiingm·l LÌf og starf ¡lit DagbÛkin Greinar og rÊur Pistlar Myndir
  Molar

  20/01/2013
  Umsögn vegna stjórnarskrármálsins
  141. löggjafarþing 20122013. 415. mál. Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldsins Íslands Frá 1. minni hluta allsherjar- og menntamálanefndar. Fyrsti minni hluti telur að málið sé fallið á tíma. Áhrif frumvarpsins eru óásættanlega óljós, nú á kosningavori þega...
  meira...

  24/09/2012
  Yfirlýsing
  Fyrir nokkru tók ég þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Þá ákvörðun tók ég í ljósi þess að ég hef í langan tíma lagt alla mína krafta í stjórnmál. Ég hef verið alþingismaður í 18 ár og þar af ráðherra í 6 ár. Fyrst var ég kjörin á Alþingi 1995 og síðan ...
  meira...

  25/01/2011
  Brottflutningur frá landinu
  Athyglisverð frétt af dv.is um brottflutning frá landinu. 25. JANÚAR 2011 Á síðasta ári fluttu rúmlega tvö þúsund fleiri frá landinu en til þess. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Mjög dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður þegar rúmlega 4.800 fluttu úr landi umfram aðflutta...
  meira...

  03/01/2011
  Yfirlýsing þremenninga í Vg vegna fjárlaga 2010
  Yfirlýsing frá Atla Gíslasyni, Ásmundi Einari Daðasyni og Lilju Mósesdóttur Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar sem birtist í fjárlagafrumvarpinu byggir á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í ríkisfjármálum fyrir árin 2009-2013 sem gerð var í nóvember 2008 í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks ...
  meira...

  23/09/2010
  Breytingartillaga um að ráðherrar séu ekki þingmenn á sama tíma
  Hér er br.till. sem ég er fyrsti flutningsmaður að um að ráðherra séu ekki þingmenn samhliða ráðherradómi. 138. löggjafarþing 2009-2010. Þskj. 1513 - 705. mál. Breytingartillaga við till. til þál. um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010 [í skýrslu á þskj...
  meira...

  24/06/2010
  Frumvarp til að breyta umræðuhefð á Alþingi
  Í dag var dreift á Alþingi frumvarpi mínu um fastari ramma utanum ræðutímann á Alþingi. Ræðutími yrði þá ákveðinn fyrirfram á Alþingi og tímaáætlanir stæðust. Þannig yrðu vinnubrögðin nútímalegri dags daglega og fyrir þinglok myndi málþóf leggjast af. Frumvapið byggir að mestu á fyrirmynd frá norska...
  meira...

  04/06/2010
  Mmr mælir traust til stofana 18. maí 2010
  Traust til helstu stofnana samfélagsins Þriðjudagur, 18. maí 2010 14:28 Þeim fækkar sem bera mikið traust til Alþingis en 10,5% segjast bera mikið traust til þess nú borið saman við 18,0% í könnun MMR frá því í september 2009. Jafnframt fjölgar þeim sem segjast bera lítið traust til Alþing...
  meira...

  04/06/2010
  Danssýningin Kyrrja
  Ragnheiður S. Bjarnarson útskrifaðist af dansbraut Listaháskóla Íslands. Hún var í fyrsta útskriftar árgangnum frá brautinni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ragnheiður unnið við danslistina í fjölda mörg ár. Hún er meðlimur í danshópnum Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypunni, en hópurinn var tilnefndur t...
  meira...

  01/06/2010
  Ályktun meirihluta utanríkismálanefndar vegna Ísrael/Palestínu
  Ályktun meirihluta utanríkismálanefndar. Að henni stóðu fulltrúar VG, Samfylkingar, Hreyfingarinnar og Framsóknarflokks. Meiri hluti utanríkismálanefndar fordæmir harðlega árás ísraelska hersins á tyrkneskt skip í skipalest á alþjóðlegri siglingaleið með hjálpargögn til Gazasvæðisins. Árásin er ...
  meira...

  14/05/2010
  Kynning á forystumönnum Framsóknar og óháðra á Seltjarnarnesi
  Hér er stutt kynning á Kristjönu Bergsdóttur og Kristjáni Þorvaldssyni, en þau skipa efstu sæti lista Framsóknar og óháðra á Seltjarnarnesi: 1. Kristjana Bergsdóttir Kristjana er 57 ára gamall kerfisfræðingur frá H.R. sem starfar nú við hugbúnaðarvinnu hjá HuguAx hugbúnaðarhúsi. Hún er jafnfr...
  meira...

  14/05/2010
  Kristjana Bergs við stýrið á Kópavogsstrætó
  Þegar Kristjana var að byrja að keyra strætó var fjallað um þá nýjung í dagblöðum. Hér er frétt sem birtist í dagblaðinu Vísi árið 1975 og sýnir hún vel tíðarandann sem þá ríkti. Hún verður fyrsti kvenstrætóbílstjórinn - 22 ára stúlka sezt við stýri Kópavogsstrætós Lögreglan í Kópavogi ...
  meira...

  11/05/2010
  Úthlutanir úr Norræna menningasjóðnum
  Átta norræn verkefni sem Íslendingar skipuleggja fengu styrk úr Norræna menningasjóðnum(NM) að þessu sinni upp á samtals 1,3 milljónir DKK( sem er um 30 milljónir IKR). Stjórnin valdi einnig leiklistarviðburður ársins, sem hlýtur hæstan styrk árlegan úr sjóðnum. Verkið sem valið var er leikverk sem...
  meira...

  18/03/2010
  Þessir hafa klárað Drangeyjarsund
  Sundsamband Íslands(SSÍ) hefur viðurkennt nokkrar sundleiðir í sjó og vötnum. Þeir sem synda þær fá viðurkenningu og þurfa að gæta ákveðins öryggis sem SSÍ gefur út reglur um. Eitt slíkt sund er Drangeyjarsund. Þessir hafa synt Drangeyjarsund (ártalið er fremst): 1030 Grettir Ásmundsson 1927...
  meira...

  17/03/2010
  Þjóðarpúls Gallup sýnir sterka stöðu lögreglunnar í landinu
  Traust til stofnana skv. þjóðarpúlsi Gallup feb./mars árin 2002-2010 er hér sýnt í prósentum. Eins og sjá má nýtur lögreglan mest trausts nú í mars 2010, eða 81% trausts, þá Háskóli Íslands og heilbrigðiskerfið. Miðað við þau átök sem átt hafa sér stað í samfélaginu á síðustu misserum og þá streitu ...
  meira...

  16/03/2010
  Bólusetningar ungbarna gegn pneumókokkum(valda m.a. eyrnabólgum)
  138. löggjafarþing 2009-2010. Þskj. 805 - 465. mál. Tillaga til þingsályktunar um bólusetningar barna gegn pneumókokkasýkingum. Flm.: Siv Friðleifsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Eyg...
  meira...

  27/02/2010
  Ernst og Óskar sæmdir gullmerki Sundsambands Íslands
  Tveir höfðingjar voru sæmdir gullmerki Sundsambands Íslands á þingi sambandsins í dag. Það voru þeir Ernst Fridolf Backman, sundkennari, og Óskar Ágústsson, sundkennari. Báðir eru fæddir 1920. Hafa þeir lyft grettistaki fyrir sundíþróttina á Íslandi og væri sundhreyfingin snöggtum fátækari hefði þes...
  meira...

  22/02/2010
  Þingsályktun um heimsóknir til aldraðra í forvarnarskyni
  Tillaga til þingsályktunar um reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnaskyni. Flm.: Siv Friðleifsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþingi ályktar að fela félags- og tryggingamálaráðherra í samvinn...
  meira...

  16/02/2010
  Þjóðin ákveður hvort Ísland gerist aðili að ESB eða stendur fyrir utan það
  Í fréttum þann Ríkisútvarpsins þann 16. febrúar 2010 segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, að það sé ekki meirihluti á þingi til að stöðva umsókn Íslands að ESB. Það er hárrétt hjá honum, enda greiddi Alþingi atkvæði um málið í sumar og þá var meirihluti fyrir því að sækja um og lí...
  meira...

  14/02/2010
  Forvarnir skila sér
  Í Læknablaðinu í febrúar 2010(tbl.2 2010) er grein eftir Guðmund Þorgeirsson, hjartalækni á Landspítalanum, sem ber titilinn "Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum á tímum gagnreyndrar læknisfræði". Þar kemur fram glæsilegur árangur af lífsstílsbreytingum Íslendinga. Þar segir "Á tímabilinu 1981-2...
  meira...

  27/01/2010
  Tillaga vegna icesave frá Kristelig folkeparti í Noregi
  Representantforslag 46 S (20092010) fra stortingsrepresentantene Hans Olav Syversen, Dagrun Eriksen og Knut Arild Hareide Dokument 8:46 S (20092010) Representantforslag fra stortingsrepresentantene Hans Olav Syversen, Dagrun Eriksen og Knut Arild Hareide om bistand til Island uavhengig av ...
  meira...

  26/01/2010
  Guðbjartur segir þetta í icesave 1 og 2
  Hér er atkvæðaskýring Guðbjarts Hannessonar, 28. ágúst 2009 (icesave 1). 137. löggjafarþing - 59. fundur, 28. ág. 2009. ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Guðbjartur Hannesson (Sf): Hæstv. forseti. Við erum að taka til lokaafgreiðslu erfitt og þungt mál sem ve...
  meira...

  10/01/2010
  Eiríkur Tómasson tjáir sig um þjóðaratkv.gr. vegna icesave
  Eiríkur Tómasson, lögmaður, sagði 5. jan. 2010 í Rúv-sjónvarpi að erfitt yrði að endursemja við Breta og Hollendinga ef þjóðin segði já við icesavelögunum. Hér er bútur úr viðtalinu. Spyrill var Bogi Ágústsson og var tilefnið blaðamannafundur forseta Íslands þar sem hann synjaði icesave-lögunum stað...
  meira...

  07/01/2010
  Yfirlýsingar forseta Íslands vegna fjölmiðlalaga og icesavelaga
  YFIRLÝSING FORSETA ÍSLANDS 2. júní 2004 1. Lýðræði, frelsi og mannréttindi eru grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar. 2. Fjölþætt tækifæri til að tjá skoðanir, meta stefnur og strauma og fá traustar fréttir af innlendum og erlendum vettvangi eru mikilvægar forsendur þess að lýðræði okkar sé lif...
  meira...

  06/01/2010
  Atkvæðaskýring mín vegna icesave
  Virðulegur forseti. Ég er ekki sátt við niðurstöðuna í Icesave-málinu og segi því nei. Umræður hafa verið harkalegar um Icesave-málið um langt skeið og í reynd klofið þingið í herðar niður, í tvo nánast jafnstóra hópa. Mörg þung og ómakleg orð hafa fallið í umræðunni á báða bóga, bæði í þinginu og ú...
  meira...

  29/12/2009
  Um rannsóknarnefndina
  Í dag fór fram umræða á Alþingi um skipan 9 manna nefndar þingmanna sem fara skal yfir skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem hefur nú um nokkurt skeið skoðað ástæður bankahrunsins. Að lokinni umræðu var lagafrumvarp samþykkt. Þingmenn allra flokka samþykktu frumvarpið nema þingmenn Hreyfingarinnar sem ...
  meira...

  14/12/2009
  Svar samgönguráðherra um fjármál sveitarfélaga
  Svar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur um fjárhagsvanda sveitarfélaga. Fyrirspurnin hljóðar svo: Er ríkisvaldið með áætlanir um að taka á fjárhagsvanda sveitarfélaga með samræmdum hætti? Ef svo er, hvenær? Ráðuneytið hefur fylgst náið með þ...
  meira...

  13/12/2009
  Yfirlýsing um "pörun"
  Yfirlýsing. Að gefnu tilefni skal það upplýst að þingflokkur framsóknarmanna tók þá ákvörðun í fyrradag að para þingmann út á móti Helga Hjörvar í atkvæðagreiðslunni um icesave sem fram fór á Alþingi í gær. Það kom í hlut Sivjar Friðleifsdóttur. Þetta er gert í samræmi við venjur og siði sem tí...
  meira...

  04/12/2009
  Árni Páll segir alvöruleysi í aðhaldsaðgerðum
  Morgunvaktin 30. Nóvember 2009 Viðtal við Árna Pál Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra Umsjónarmenn: Freyr Eyjólfsson og Lára Ómarsdóttir Freyr: Við ætlum að ræða núna um nýtt frumvarp um fæðingarorlof sem þingflokkar ríkisstjórnarinnar hafa fallist á en þar er kveðið á um að einn af þrem...
  meira...

  18/11/2009
  Nál. heilbr. kafli fjárlaga
  Álit um frv. til fjárlaga fyrir árið 2010 (08 Heilbrigðisráðuneyti). Frá 1. minni hluta heilbrigðisnefndar. Heilbrigðisnefnd hefur fjallað um heilbrigðiskafla fjárlagafrumvarpsins og var að venju, einnig beðin um tilllögu að skiptingu á einstökum safnliðum. Á fund nefndarinnar komu Álfheiður ...
  meira...

  12/11/2009
  Svar um smádýr
  Hér er svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni um smádýr. 1. Eru að nema hér land ný smádýr sem hafa áhrif á heilsu manna? Af nýjum pöddum sem numið hafa land á Íslandi síðustu áratugi hefur umræða einkum snúist að undanförnu um skógarmítil (Ixodes ricinus). Samkvæmt upplýsin...
  meira...

  20/08/2009
  Svar Björgvins G. Sigurðssonar
  136. löggjafarþing 2008-2009. Þskj. 503 - 227. mál. Svar viðskiptaráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur um tvö bréf ráðherrans til breska fjármálaráðuneytisins. Fyrirspurnin hljóðar svo: Hvernig hljóða bréf ráðherrans sem send voru breska fjármálaráðuneytinu annars v...
  meira...

  11/08/2009
  Friðleifur Jóhannsson heiðraður
  Texti af vef Dalvíkurbyggðar: "Á Fiskideginum mikla á Dalvík, laugardaginn 8. ágúst, var afhjúpað járn- og glerlistaverkið Vitinn í nýja menningarhúsinu Bergi. Listaverkið er eftir Höllu Har, gler- og myndlistakonu. Hún gaf Dalvíkurbyggð verkið til minningar um Friðleif Jóhannsson (f.1873 d.1...
  meira...

  15/07/2009
  Ræða um aðildarviðræður við ESB
  Virðulegi forseti. Hér á Alþingi er oft hægt að gagnrýna málsmeðferð, hvernig nefndir taka á málum, en í þessu máli held ég að það sé ekki hægt. Það er búið að vinna mjög vel að því að skoða aðildarviðræður við ESB í utanríkismálanefnd, bæði er búið að leggja til grundvallar málið sem ríkisstjórnin ...
  meira...

  08/03/2009
  Tími Freyju, tími fjölbreytileikans
  Blogg Salvarar Gissurardóttur: "Það er frábært að vakna upp á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars og sjá að algjör kvennalisti vann í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðvestur-kjördæmi, konur urðu þar í fimm efstu sætunum. Þetta hefði glatt móður mína Ástu Hannesdóttur mikið. Móðir mín lést ár...
  meira...

  02/02/2009
  Yfirlýsing um framboð
  Undirrituðu gefur kost á sér til endurkjörs sem oddviti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Mörg stór og vandasöm verkefni bíða þeirra stjórnmálamanna sem taka sæti á Alþingi eftir næstu alþingiskosningar. Meðal annars þarf að taka ákvarðanir til að verja he...
  meira...

  19/01/2009
  Bréf frá starfsfólki á St. Jósefsspítala
  Ágætu þingkonur og ráðherrar. Til varnar St.Jósefsspítala í Hafnarfirði. Hafið þið kynnt ykkur þá þjónustu á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sem er fyrir konur? Ef ekki, viljum við benda ykkur á það sem við erum m.a. að standa vörð um. Á stofnuninni hefur undanfarin 13 ár starfað grindar...
  meira...

  14/01/2009
  Konur og St. Jósefsspítali
  Laugardaginn síðasta var haldinn afar fjölmennur borgarafundur í Íþróttahúsinu við Strandgötu undir heitinu "Stöndum vörð um St. Jósefsspítala". Fundurinn fór mjög vel fram, en þarna voru samankomnir hátt í tvöþúsund manns. Fundarmenn létu skoðanir sínar skýrt í ljós með málefnalegum og yfirveguðum ...
  meira...

  18/11/2008
  Þingsályktun um trúnaðarupplýsingar
  Tillaga til þingsályktunar um meðferð trúnaðarupplýsinga innan ráðuneyta og ríkisstjórnar. Flm.: Siv Friðleifsdóttir. Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að gera úttekt á reglum um meðferð trúnaðarupplýsinga innan ráðuneyta og ríkisstjórnar og meta í framhaldinu hvort gera þ...
  meira...

  08/11/2008
  Þú getur
  Þú getur verið með! Stofnaður hefur verið nýr forvarna- og fræðslusjóður til styrktar þeim sem eiga við geðræna vanlíðan eða veikindi að stríða. Markmið sjóðsins eru að styrkja til náms, berjast gegn fordómum og efla nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu. Fjáröflun hefst með stórhuga tónleikahald...
  meira...

  07/11/2008
  Bókun í utanríkismálanefnd
  UTANRÍKISMÁLANEFND ALÞINGIS 1274. fundur 7. nóvember 2008. Bókun: Beðið er um að öll minnisblöð vegna fundar viðskiptaráðherra, Björgvins G. Sigurðssonar og Alistar Darling, fjármálaráðherra Breta, þann 2 sept. sl. verði lögð fram. Beðið er um öll minnisblöð vegna símtals fjármálaráðherr...
  meira...

  03/07/2008
  Grænland, heilbrigðisáætlun og staða barna
  Dagana 23.-27. júní var ég í Nuuk í Grænlandi. Þar stýrði ég fundi velferðarnefndar Norðurlandsráðs, en nefndin vinnur nú að tillögum um hvernig bregðast megi við nýjum rannsóknum um afleiðingar kynferðislegs- og líkamlegs ofbeldis og vanrækslu, á líkamlega og andlega heilsu barna á Norðurlöndunum á...
  meira...

  28/06/2008
  Stöðvum barnamisnotkun á Norðurlöndunum
  Fréttatilkynning velferðarnefndar Norðurlandaráðs þann 26, júní 2008. Stöðvum barnamisnotkun á Norðurlöndum Velferðarnefnd Norðurlandaráðs ræddi á fundi sínum á Grænlandi þann 23. júní, átaksverkefni til að stöðva misnotkun á börnum og ungmennum á Norðurlöndum. Velferðarnefndin ræddi sérstakle...
  meira...

  08/06/2008
  Fyrsti áfangi Vatnajökulsþjóðgarðs
  Þetta skrifaði ég á sínum tíma í dagbók mína: Sunnudagur 12. september 2004 Kl.9:15 héldum við Skúli Oddsson, bílstjóri, Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri og Sverrir Sveinn Sigurðarson, viðskiptafræðingur og áhugamaður um Vatnajökulsþjóðgarð, af stað í Skaftafell. Ferðinni var heitið ti...
  meira...

  16/04/2008
  Miðvikudagur 15. janúar 2003
  Kl. 8:00 ók rúta með okkur nokkur úr ráðuneytinu, Erling Ólafsson, skordýrafræðing, Magnús Magnússon, kvikmyndagerðarmann, og Guðna Einarsson, blaðamann Morgunblaðsins, af stað austur í Freysnes. Þangað komum við um 12:15. Kl. 13:00 hófst hátíðleg athöfn þar sem ég undirritaði skipulagsskrá Kvís...
  meira...

  16/04/2008
  Árangurinn veikir stöðu menntamálaráðherra
  Í dag, 16. apríl, var umfjöllun um skólamál í Fréttablaðinu þar sem fram kemur að okkur hefur hrakað verulega í menntamálum á síðustu árum samkvæmt PISA-könnuninni. Hlýtur þessi niðurstaða að vera verulegt áfall fyrir menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og veikja pólitíska stöðu henna...
  meira...

  08/04/2008
  Lýðræðisleg krafa um borgarafund á Seltjarnarnesi
  Fyrir nokkrum vikum síðan settu nokkrir íbúar á Seltjarnarnesi fram kröfu um að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi taki aðalskipulag bæjarins til endurskoðunar. Þetta kom fram í bréfi sem borið var til allra íbúa sveitarfélagsins. Tilefni kröfunnar er að til stendur að reisa íbúðarbyggð á iðnaðarsvæðinu...
  meira...

  07/04/2008
  Er svo löng einangrun forsvaranleg óháð sekt eða sakleysi?
  Síðustu daga hafa verið fréttir af 25 ára gömlum íslenskum manni sem tengist Pólstjörnumálinu og var handtekinn í Færeyjum fyrir um hálfu ári þann 18. september með eiturlyf í fórum sínum. Hann hefur verið í einangrun nær sleitulaust allar götur síðan, lengur en nokkur fangi þar í landi, eða í um 1...
  meira...

  28/02/2008
  Ríkisstjórnin tefur uppbyggingu LSH
  Guðlaugur Þór Þórðarsson, heilbrigðisráðherra, er nú þegar búinn að tefja uppbyggingu Landspítala-háskólasjúkrahúss(LSH) svo eftir er tekið. Hann hefur sett af stað mýgrút af nefndum og átti ein þeirra að gera úttekt á stöðu uppbyggingu sjúkrahússins. Að úttekt lokinni átti á kynna hvort ástæða væri...
  meira...

  27/02/2008
  Ríkisstjórnin treður marvaðann í loftslagsmálum
  Í gær kom fram í fréttum rúv-sjónvarps að ríkisstjórnin hefði lagt fram sjónarmið sín um hvað Ísland myndi leggja áherslu á í samningslotunni sem nú er að hefjast um næsta skuldbindingartímabil Kyoto-bókunarinnar. Samningslotan hefst nú í apríl og á samkvæmt áætlun að ljúka með samningi á næsta ári...
  meira...

  26/02/2008
  Tillaga um reglur um transfitusýrur
  135. löggjafarþing 2007-2008. Prentað upp. Þskj. 686-430. mál.Flutningsmenn. Tillaga til þingsályktunar um setningu reglna um hámarksmagn transfitusýra í matvælum. Flm.: Siv Friðleifsdóttir, Kjartan Ólafsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Magnús Stef...
  meira...