Siv Friðleifsdóttir

Þingsályktun um trúnaðarupplýsingar

18/11/2008

Tillaga til þingsályktunar


um meðferð trúnaðarupplýsinga innan ráðuneyta og ríkisstjórnar.


Flm.: Siv Friðleifsdóttir.


Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að gera úttekt á reglum um meðferð trúnaðarupplýsinga innan ráðuneyta og ríkisstjórnar og meta í framhaldinu hvort gera þurfi breytingar á þeim.


Greinargerð.

Mikilvægt er að aðgengi almennings að upplýsingum sé ætíð sem best og er stjórnvöldum þannig skylt á grunni upplýsingalaga að veita almenningi aðgang að upplýsingum sem varða stjórnvöld. Þannig verður stjórnsýslan gegnsærri og aðgengilegri með tilheyrandi trausti sem af því skapast. Traust af því tagi er forsenda virks lýðræðis. Í upplýsingalögum er hins vegar að finna ákvæði um upplýsingar sem undanþegin eru upplýsingarétti og er þar að finna ýmis vinnuskjöl ráðherra, takmarkanir vegna einkahagsmuna og takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Eðlilegt er að svo sé, enda mikilvægt að handhafar framkvæmdarvaldsins og eftir atvikum embættismenn fái svigrúm til að leiða mál til lykta og vinna að framgangi þeirra.
Á undanförnum vikum hafa trúnaðarupplýsingar um ýmis viðkvæm mál lekið út af fundum ríkisstjórnarinnar og eftir atvikum einstakra ráðherra. Svo virðist sem útskrift af símtali fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen, við fjármálaráðherra Breta, Alistair Darling, hafi fyrst birst í íslenskum fjölmiðlum, í Kastljósi að kvöldi þann 23. október 2008. Morguninn eftir hafði útskriftin svo borist víða. Hún hefur að geyma upplýsingar um stöðu ýmissa mála sem varða m.a. samskipti annarra ráðherra og embættismanna við breska fjármálaráðuneytið og málefni einstakra banka. Útskriftin fylgir hér með en við lestur hennar vakna áleitnar spurningar um trúverðugleika ráðherra.
Við lestur umræddrar útskriftar og eftir atvikum með hliðsjón af öllum kringumstæðum sem hér eru uppi vakna spurningar um það hvort meðferð upplýsinga sé í samræmi við lög og reglur þar að lútandi þar sem notkun á upplýsingum með þessum hætti getur skaðað orðspor Íslendinga í alþjóðasamfélaginu. Af þessum sökum er forsætisráðherra falið að gera úttekt á reglum um meðferð trúnaðarupplýsinga innan stjórnsýslunnar, meta hvort eftir þeim sé farið og hvort breyta þurfi reglunum.



Fylgiskjal.




SÍMTAL ALISTAIR DARLING OG ÁRNA MATHIESEN,


Á ÍSLENSKU OG ENSKU.


(7. okt. 2008.)



Þýðing lesin í Kastljósi ríkissjónvarpsins.


(23. okt. 2008. Texti birtur á eyjan.is.)

ÁMM: Árni Mathiesen hér, fjármálaráðherra.
AD: Sæll, við hittumst fyrir fáeinum mánuðum, vikum víst.Sjá neðamálsgrein 1 1
ÁM: Nei, reyndar höfum við aldrei hist. Þú hittir viðskiptamálaráðherra.
AD: Einmitt, afsakaðu.
ÁM: Ekkert að afsaka.
AD: Þakka þér fyrir að taka símann. Eins og þú veist stöndum við frammi fyrir miklum vandræðum vegna Landsbankans. Hann er með útibú hér og á innilánsreikningum þess eru fjórir milljarðar punda. Því hefur verið lokað og ég þarf að vita nákvæmlega hvað þið hyggist gera í því máli. Geturðu útskýrt það nákvæmlega fyrir mér?
ÁM: Já, þetta var útskýrt í bréfi sem við sendum í fyrrakvöld frá viðskiptaráðuneytinu. Eftir það höfum við sett ný lög um forgang innistæða og veitt FME heimild til að fara í bankana. Sambærileg löggjöf og þið hafið gert í Bretlandi. Landsbankinn er nú undir stjórn fjármálaeftirlitsins og þeir eru að vinna að því hvernig eigi að gera þessa hluti en ég held að þessi löggjöf hjálpi til við að greiða úr þessum vanda.
AD: Hvað með eigendur innistæðna hjá ykkur sem eiga innistæður í útibúum í London?
ÁM: Við höfum tryggingasjóð innlána skv. Directivinu og hvernig hann starfar er útskýrt í bréfinu og sömuleiðis loforð stjórnvalda um stuðning við sjóðinn.
AD: Svo réttindi almennings í þessu eru að ég tel sextánþúsund pund; og er það upphæðin sem fólk fær?
ÁM: Tja, ég vona að það verði tilfellið. Ég get ekki kveðið skýrt úr um það eða tryggt það núna en vissulega vinnum við í þessu því ekki viljum við hafa þetta hangandi yfir höfði okkar.
AD: Fólk spyr okkur núna hvað sé um að vera þarna. Hvenær getið þið verið búnir að greiða úr þessu?
ÁM: Eiginlega get ég ekki svarað til um það. En tel að best sé að fjármálaeftirlitið hjá ykkur sé í sambandi við FME hér á landi hvernig tímasetning á þessu verður.
AD: Skil ég það rétt að þið tryggið innistæður íslenskra sparifjáreigenda.
ÁM: Já, við tryggjum innistæður í bönkum og útibúum banka hér á Íslandi.
AD: En ekki útibúum utan Íslands?
ÁM: Nei, ekki utan þess sem nú þegar hefur verið tekið fram í bréfinu sem við sendum.
AD: En er það ekki í andstöðu við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið?
ÁM: Nei, það teljum við ekki og reyndar tel ég það í samræmi við það sem aðrar þjóðir hafa verið að gera undanfarna daga.
AD: Jæja, ekki lentum við í slíkum vandræðum með Northern Rock. Ekki skipti máli hvar maður hafði sparifé sitt. Við ábyrgðumst sparnað fólks.
ÁM: Nú, það var allavega í byrjun deilt um það en ég þykist vita að þið hafið greitt úr því.
AD: Vandinn  og ég hef skilning á vanda ykkar, en vandinn er að hér hafið þið fólk sem lagði fé inn í bankann hér og það kemst svo að því að þið hafið ákveðið að gæta ekki hagsmuna þess. Það spillir ákaflega mikið fyrir Íslandi síðar meir.
ÁM: Já, við gerum okkur það ljóst og reynum eftir okkar fremsta megni að það verði ekki vandamál. Við erum í afar, afar erfiðri stöðu.
AD: Já, ég átta mig á þessu.
ÁM: Og bara í þessari viku. Þar sem við getum ekki leyst úr vandanum hér innanlands þá getum við lítið gert í því sem gerist utan landsteinanna. Við þurfum fyrst að leysa úr málunum hér innanlands og þá reynum við allt í okkar valdi og ég persónulega er bjartsýnn á að lögin sem voru samþykkt í gærkvöldi styrki þann þátt í þessu. Og auðvitað gerum við okkur ljóst hvað gæti gerst og það viljum við ekki.
AD: Já
ÁM: En það er líka svo að við höfum mánuðum saman reynt að ræða við alla nálægt okkur og reynt að segja þeim að við séum í vanda og beðið um stuðning og raunin er sú að stuðningurinn hefur verið mjög lítill.
AD: Ég veit það en ég verð að segja eins og er að þegar ég hitti kollega þína og hina, þá í raun kemur í ljós að það sem okkur var sagt var ekki rétt. Ég hafði miklar áhyggjur af stöðu bankans í London og þeir héldu áfram að segja að ekkert væri að óttast. Og þú veist, í þeirri stöðu sem við erum núna, að þá er hér í þessu landi fjöldi fólks sem lagði inn og það kemur til með að tapa ansi miklum peningum og eiga erfitt með að skilja hvernig það gerðist.
ÁM: Ég vona að það verði ekki raunin. Ég var ekki á fundinum svo ég get ekki sagt neitt...
AD: Ég veit það reyndar. Geturðu sagt mér hvort tryggingasjóðurinn sem þú vísar til ráði yfir fé til útborgunar?
ÁM: Eitthvað fé er í honum en eins og háttað er um flesta þessa sjóði er það takmarkað í samanburði við aðsteðjandi kröfur.
AD: Einmitt, svo þú veist það ekki. Ég skil. Ég þarf að vita þetta svo ég viti hvað ég geti sagt fólki. Það er mögulegt að ekki sé nægilegt fé í sjóðnum; er það rétt?
ÁM: Já, reyndar er það alveg mögulegt.
AD: Það er hræðileg staða.
ÁM: Já, við erum í hræðilegri stöðu hér og lögin sem við stóðum að því að samþykkja síðastliðna nótt eru neyðarlög og eins og ég segi þá erum við að reyna að treysta ástandið hér innanlands svo við getum mætt aðstæðum annarsstaðar.
AD: Ég tek því þá sem svo að loforðið sem Landsbankinn gaf okkur um að hann fengi 200 milljónir punda í reiðufé sé fyrir bí?
ÁM: Já, þeir fengu ekki það fé.
AD: Veistu, ég skil svo sem afstöðu þína. Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilegan hnekki.
ÁM: Já, við gerum okkur það ljóst. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að komast hjá því. Við þurfum að tryggja ástandið innanlands áður en ég get lofað þér einhverju öðru.
AD: Auðvitað, ég væri þér þakklátur fyrir alla þá aðstoð sem þú getur veitt.
ÁM: Sjálfsagt.
AD: Vissulega... við yrðum að útskýra fyrir fólki hér það sem hefur gerst. Það mun án efa hafa afleiðingar í för með sér fyrir aðra. Þetta er afar, afar erfið staða þar sem fólk taldi sig tryggt og kemst svo að því að tryggingasjóðurinn er innistæðulaus.
ÁM: Já, eins og ég sagði í bréfinu...
AD: Gott og vel. Ég þigg alla þá aðstoð sem þú getur veitt.
ÁM: Já, við þurfum að koma á sambandi milli fjármálaeftirlita þjóðanna út af...
AD: Já, ég veit að þau verða í sambandi. Ég veit að þú varst ekki á fundinum og tókst ekki þátt í honum. Við efuðumst um það sem okkur var sagt og ég óttast að við höfum haft rétt fyrir okkur.
ÁM: Já, það má vera.
AD: Hvað sem því líður, vertu endilega í sambandi. Allt sem þið getið gert til hjálpar yrði að miklu gagni.
ÁM: Já, ef það er eitthvað ykkar megin, verið þá í sambandi.
AD: Gott og vel. Þakka þér kærlega fyrir.
ÁM: Þakka þér sömuleiðis.



A transcript of the conservation between Alistair Darling
and Icelandic Minister of Finance Arni Mathiesen.

(My finances, http://www.myfinances.co.uk/news/savings-investments/savings/ offset-savings-account/darling-mathiesen-icesave-phone-call-transcript-$1246361.htm.
Sótt 5. nóv. 2008.)

Mathiesen: Hello.
Darling: Hello.
Mathiesen: This is Árni Mathiesen, minister of finance.
Darling: Hello, we met a few months ago, weeks ago.
Mathiesen: No, we have never met. You met the minister of trade.
Darling: Alright, sorry.
Mathiesen: No problem.
Darling: Thank you for taking the call. As you know, we have a huge problem with Landsbanki, we have a branch here, which has got £4 billion worth of deposits and it has now been shut and I need to know exactly what you are doing in relation to it. Could you explain that to me?
Mathiesen: Yes, this was explained in a letter we sent the night before last from the Trade Ministry. Since then, we have set out a new legislation where we are prioritising the deposits and where we are giving the FME, the Icelandic FSA authorities, the authority to go into banks, similar legislation to what you have in England, and the Landsbanki is now under the control of the FME, and they are in the process of working out how to do these things, but I think this legislation will help in solving this problem.
Darling: What about the depositors you have got who have got deposits in London branches?
Mathiesen: We have the insurance fund according to the Directive and how that works is explained in this letter and the pledge of support from the government to the fund.
Darling: So the entitlements the people have, which I think is about £16,000, they will be paid that?
Mathiesen: Well, I hope that will be the case. I cannot visibly state that or guarantee that now, but we are certainly working to solve this issue. This is something we really don't want to have hanging over us.
Darling: People are asking us already, what is happening there? When will you work that through?
Mathiesen: Well, I really can't say. But I think it is the best thing that the FSA be in close touch with the FME about this to see how the timeline works out in this.
Darling: Do I understand that you guarantee the deposits of Icelandic depositors?
Mathiesen: Yes, we guarantee the deposits in the banks and branches here in Iceland.
Darling: But not the branches outside Iceland?
Mathiesen: No, not outside of what was already in the letter that we sent.
Darling: But is that not in breach of the EEA-treaty?
Mathiesen: No, we don't think so and think this is actually in line with what other countries have been doing over recent days.
Darling: Well, we didn't when we had the problem with Northern Rock. It didn't matter where you saved money, we guaranteed your savings.
Mathiesen: Well, yes, that was actually in the beginning at least debated. I am sure you cleared that up in the end.
Darling: The problem, I do understand your problem, the problem is that you have people who put their money into a bank here and they are finding that you have decided not to look after their interests. This would be extremely damaging to Iceland in the future.
Mathiesen: Yes, we realise that and we will be trying as we possibly can to make this not a problem. We are in a very, very difficult situation ...
Darling: I can see that ...
Mathiesen: ... and just this week, since we can't cure the domestic situation we can't really do anything about things that are abroad. So we must first deal with the domestic situation, and then we will certainly try to do what we possibly can, and I am personally optimistic that the legislation that we passed last night will strengthen this part of it. And we, of course, realize what could happen and don't want to be in ...
Darling: Yes ...
Mathiesen: but the point is also, chancellor, that we have for months been trying to talk to everybody around us and trying to tell them that we were in trouble and ask them for support and we have actually gotten very little support.
Darling: I understand that, but I have to say that when I met your colleague and these others, basically, what we were told turns out not to have been right. I was very concerned about the London banking position and the kept saying there was nothing to worry about. And you know, with the position we are now in, there will be a lot of people in this country who put money in and who stand to lose an awful lot of money and they will find it difficult to understand how that has happened.
Mathiesen: Well, I hope that won't be the case. I wasn't at the meeting, so I can't say ...
Darling: Well, I know that. Can you tell me this, if the insurance fund you refer to, does it have money to pay out?
Mathiesen: They have some money, but as is with most of these funds, it is very limited compared to the exposure.
Darling: Yeah, so you don't know. See, I need to know this, in terms of what I tell people. It is quite possible that there is not enough money in that fund. Is that right?
Mathiesen: Well, yes, that is quite possible.
Darling: Well, that is a terrible position to be in.
Mathiesen: Yes, we are in a terrible position here and the legislation we were passing through last night is an emergency legislation and, as I say, we are just trying to ensure the domestic situation so that we can then secure other situations.
Darling: What I ... I take it therefore that the promise Landsbanki gave us, that is was going to get £ 200 million of liquidity back into it, has gone as well.
Mathiesen: Yes, they didn't get that liquidity.
Darling: Well, you know, I do understand your position. You have to understand that the reputation of your country is going to be terrible.
Mathiesen: Yes, we do understand that. We will try our utmost to avoid that. We need to secure the domestic situation, before I can give you any guarantees for anything else.
Darling: Obviously, I would appreciate any help you can give.
Mathiesen: Obviously ...
Darling: Sure ... We would have to explain to people here what has happened. It will, of course, no doubt, have repercussions for others. It really is a very, very difficult situation where people thought they were covered and then they discover the insurance fund has got no money in it.
Mathiesen: Yes, as we said in the letter ...
Darling: OK, I will appreciate whatever help you can give.
Mathiesen: Yes, we will need for the FSA and FME to be in touch on the ...
Darling: Oh, I know the most certainly will. I know you were not at the meeting and weren't part of it. We doubted what we were being told then and I am afraid we were right.
Mathiesen: Yes, that can be.
Darling: Anyway, please keep in touch. Whatever you can do to help, that will be very helpful indeed.
Mathiesen: Yes: if there are any areas on your side, please be in touch.
Darling: Alright. I will do that. Thank you very much indeed.
Mathiesen: Thank you.
Darling: Goodbye.
Mathiesen: Bye.


Neðanmálsgrein: 1
1 Fundurinn sem vísað er til fór fram í byrjun september og var á milli viðskiptaráðherra, Björgvins G. Sigurðssonar, og Alistair Darling.