Siv Friðleifsdóttir

Árni Páll segir alvöruleysi í aðhaldsaðgerðum

04/12/2009

Morgunvaktin 30. Nóvember 2009
Viðtal við Árna Pál Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra
Umsjónarmenn: Freyr Eyjólfsson og Lára Ómarsdóttir

Freyr: Við ætlum að ræða núna um nýtt frumvarp um fæðingarorlof sem þingflokkar ríkisstjórnarinnar hafa fallist á en þar er kveðið á um að einn af þremur sameiginlegum mánuðum foreldra frestist um 3 ár og Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra segir þetta ekki fullkomna lausn en það þurfi að spara
1,2 milljarða í þessu kerfi á næsta ári og hann er sestur hjá okkur. Velkominn Árni.

Árni: Takk.

Lára: Árni, þessar tillögur, ja það náttúrulega fyrsta sem kemur upp í hugann að það eru einstæðar mæður, hvað verður um, eruð þið að stytta fæðingarorlof þeirra? Sem hefur verið hvað, 6 mánuðir í meira en 20 ár?

Árni: Lausnin sem að þarna er stungið upp á og hefur verið gengi ð út frá er sú að greiðslurnar geti haldist óbreyttar ef fólk er tilbúið að fresta einum mánuði. En fólk getur þá fengið full fæðingarorlof á sem sagt skertum greiðslum. Þetta er í sjálfu sér tilraun til þess að mæta því að fæðingarorlof er auðvitað, það er margt, það er bæði hugsað til framfærslu barna en það er líka og sérstaklega í því formi sem við höfum tekið það upp hugsað til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Gera kynin bæði jafn óöruggan starfskraft, ef svo má að orði komast, gera það með öðrum orðum ómögulegt fyrir vinnuveitanda að mismuna fólkið við ráðningu í ljósi þess hvort búast megi við að viðkomandi taki fæðingarorlof eða ekki og gera það jafn líklegt þar af leiðandi að bæði kynin taki fæðingarorlof. Í upphaflegum hugmyndum sem ég kynnti í byrjun síðustu viku gengum við út frá því til að ná þessu sparnaðarmarkmiði að lækka hámarksgreiðslurnar og það hefði þá bitnað auðvitað meira á hærri tekjuhópum. Með þeirri lausn hefðu lágtekjufólk og sérstaklega einstæðar mæður verið algjörlega ósnert af breytingunni.

Lára: En hvers vegna fallið þið frá þeirri hugmynd?

Árni: Ja, það sem að var niðurstaðan var þessi lausn eftir samráð í þingflokkum og í ríkisstjórn og þar kemur þá það sjónarmið að með hinni aðferðinni væri hættan sú að við værum í reynd að skerða verulega líkurnar á því að tekjuhærri maki , í flestum tilvikum karlar, mundu yfirhöfuð taka fæðingarorlofið. Með öðrum orðum við værum þá að hætta á að niðurskurðurinn myndi leiða til þess að fæðingarorlof sem tæki til jafnréttis á vinnumarkaði að það mundi bíða verulegt tjón af. Nú er erfitt að segja sko hvort á að leggja meiri áherslu á. Ég held að það skipti miklu máli að þingnefndin einfaldlega setjist yfir þetta mál og skoði þessa vankanta, það er augljóslega mikill ágalli á þessari lausn að hún verndar ekki einstæða foreldra með sama hætti og sú lausn sem ég lagði til í upphafi. Það er líka auðvitað ljóst að þessi lausn kann að kalla á útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin vegna þess að ef fólk tekur ekki fullt tímabil þá kann að vera að álag á útgjöld sveitarfélaganna til dagvistarmála aukist. Ég held að það sé bara mikilvægt að nefndin setjist yfir þetta vandlega, reyni að sníða agnúana af málinu, finna laus sem er eins bærileg og mögulegt er, því góð verður hún sannarlega aldrei.

Freyr: Þannig að það er möguleiki á að þessu verði breytt, ég meina þessi breyting hún bitnar frekar á einstæðum mæðrum heldur en t.d. tekjuháum foreldrum, þarna er jafnréttið haft að leiðarljósi er ekki kannski réttur barnsins mikilvægari heldur en jafnréttið, einstæð móðir sem er að fara að eignast barn núna í janúar, hún þarf bara að fara að vinna eftir 5 mánuði og koma barninu í pössun?

Árni: Ég er alveg sammála þér sko. Hún, það sem skiptir máli, ekki, fólk getur tekið þetta á þremur þessa tvo mánuði og þannig að það er ekki þannig að fólk getur kosið að dreifa 5 mánaða rétti yfir á 6

Lára: En það skerðir bæturar?

Árni: Það skerðir fjárhæðina já. Það sem að sko, hámarks fjárhæðina ekki hlutfallið það er áfram 80% af launum. Þannig að sko ef þú lendir ekki í launaþakinu þá skerðir þetta þig ekki á nokkrun hátt.

Lára: Þannig að þeir allra tekjulægstu, það skiptir ekki máli fyrir þá sem eru með allra minnstu tekjurnar, þetta eru kannski þeir sem eru með 400 þúsund í laun?

Árni : Já og yfir og eins og ég segi sko. Það er alveg ljóst hvaða áherslu ég lagið í upphafi þegar mín niðurstaða við víðtækt samráð við stéttarfélögin var svona að það væri rétta að fara bara flatt í þetta og taka niður hámarksgreiðsluna. Ég hins vegar kaupi alveg þau rök sem sett eru fram að sú leið muni hafa neikvæð áhrif á þátttöku beggja kynja í uppeldi barna. Ég held að við þurfum bara að vinna það mál þá aðeins frekar og þetta eru auðvitað sjónarmið sem hvor um sig eru mjög mikilvæg sem slík. Ég meina það er með og auðvitað er réttur barnsins varinn því fólk getur verið í fullan tímann, kosið að dreifa greiðslunum á allan tímann, 6 eða 9 mánuði eftir atvikum en ég held að það sé bara einfaldlega við þessar aðstæður þannig að þegar á að taka þetta háa fjárhæð út úr kerfi sem skilar mjög miklum samfélagslega miklum ávinningi og fæðinga- og foreldraorlofskerfið okkar gerir þá verður það aldrei gert sársaukalaust eða þannig að ekki séu einhverjir vankantar á þeirri lausn.

Lára: En það eru margir sem að einmitt gagrýna það að það skuli vera láta fjölskyldufólk bera þessar byrðar, í staðinn hefði kannski átt að skera meira niður í utanríkismálum, setja bara 20% niðurskurð í utanríkismálum, loka einhverjum sendiráðum, leggja niður forsetaembættið, hætta að vera með bílstjóra, eitthvað svona bruðl og verja fjölskyldufólk?
Árni: Já, ég get eiginlega alveg tekið undir þetta með þér. Það hefur ekki skort á að ég hafi kallað eftir því að annars staðar í ríkiskerfinu sé skorið niður með sama hætti og við höfum þurft að gera í velferðarkerfinu. Það er auðvitað gríðarlega stór hluti fjárlaga ríkisins sem fellur undir það ráðuneyti sem ég stýri og mér hefur þótt aðhaldsstigið annars staðar einkennast af miklu alvöruleysi, ég verð bara að segja það
Lára: Og hvers vegna, á hverju strandar þetta..?
Árni: Ég fletti fjárlagafrumvarpinu, 100 milljónir króna í Þjóðmenningarhús, með fullri virðingu fyrir þessu ágæta húsi það má þá alveg loka því í 36 mánuði
Freyr: Tuttugu milljónir í ráð og nefndir hjá Vinnumálastofnun.?

Árni: Já, ég er nú búinn að skera þar niður stjórnarlaun og þær eru flestar lögbundnar þannig að get eiginlega ekki sameinað þær án lagabreytinga en það er í vinnslu lagabreyting þar. Við getum bent á að menn skuli virkilega ætla að fara að borga 16 milljónir í laun til fullfrísks fólks sem eru hérna stórmeistarar í skák.
Lára: Við erum líka með sendiráð í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Peking?
Árni: Það er alveg hægt að reikna það út að það má vissulega skera þar niður, fækka þar, það má líka auðvitað taka niður alla þessa litlu þætti sem ég er að nefna eins og ég er að nefna, ég meina Bridgesamband Íslands sem er samband fullfrískra manna sem eru að spila á spil, fær meiri peninga á fjárlögum heldur en Landssamtökin Þroskahjálp.
Freyr: Já, en þér er gert að skera niður Árni Páll það er náttúrulega bara það vantar peninga, það eru ekki til neinir peningar og þér er gert að skera niður og þú gerir það svona. Sko þetta kerfi, þetta fæðingarorlofskerfi er eitt glæsilegasta og flottasta kerfi í heiminum og hér var stórt skref stigið í jafnréttismálum þegar jafn réttur foreldra, jafn réttur beggja foreldra var tryggður, kom aldrei til greina að stíga kannski bara eitt skref tilbaka og taka þessi réttindi af feðrum?
Árni: Nei, það kom aldrei til greina í mínum huga og ég held að það væri gríðarlega rangt skref að stíga. Við verðum að verja grunnstoðir þess sem gera okkur að siðuðu samfélagi, jafnvel þó við verðum að draga verulega úr þeim fjármunum sem leggjum í það. Við þurfum þess vegna að reyna að passa að skaða sem minnst þann tilgang sem svona kerfi eiga að þjóna og það er það sem ég held við þurfum að vinna áfram eins og í þessu máli. Það er engin lausn sem ég hef séð enn þá sem tryggir að fullu hvort tveggja að gæta fullkomlega að framfærsluhlutverkinu í tengslum við fæðingarorlofið og svo hins vegar að jöfnum rétti kynjanna og ég held að menn þurfi að setjast áfram yfir það og finna á því viðunandi lausn en þær verða alltaf grábölvaðar því við erum að taka svo mikla peninga út úr kerfinu.
Lára: En þú segir að þér finnist sumir ráðherrar ekki ganga nógu langt og þið séuð ekki ganga nógu langt í að skera niður þessa litlu hluti. Á hverju strandar það, hverjir eru það sem standa í vegi fyrir því?
Árni: Ég held að það séu engir einstaklingar sem standa gegn því, ég er bara einfaldlega að segja að alvörustigið hjá ríkinu þurfi að vera að meira. Ég held einfaldlega að í stjórnkerfinu víða séu menn svolítið einangraðir frá þeim erfiðu spurningum sem við í félagsmálaráðuneytinu þurfum að takast á við á hverjum einasta degi og ég hlýt einfaldlega að kalla eftir því að það sé meiri samkvæmni ef að mönnum finnst óhugsandi að skerða í fæðingarorlofi þá vil ég nú bara benda á að við höfum verið að skerða líka tekjur aldraðra og öryrkja á þessu ári, jafnvel þótt okkur hafi tekist að verja algjörlega þá öryrkja og eldri borgara sem hafa framfærslu sína alfarið af almannatryggingum þannig að þeir hafa ekki skerst um eina einustu krónu. Við höfum þá verið að skerða betur stæða lífeyrisþega, það er verið að, við stöndum frammi fyrir því á næsta ári að skerða þjónustu við fatlaða sem er grunnþjónusta, grundvallar mannréttindi vegna þess að við þurfum auðvitað að ná aðhaldskröfu sem á okkur er sett og við getum ekkert lækkað þar einhver há laun því þar eru allir á allra allra lægstu launum sem greidd eru í samfélaginu.
Lára: En hver er það sem setur þessar kröfur á ykkur, getið þið ekki ráðið því sjálfir í ríkisstjórninni hvar er skorið niður, hefði ekki verið hægt að segja félagsmálaráðuneytið fær bara það sem það á að fá, við ætlum að skera meira niður hjá samgönguráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og einhverjum slíkum ráðuneytum?
Árni: Jú, við gerum það auðvitað.
Lára: Ég er að meina enn þá meira þannig að þið sleppið?
Árni: Við gerum það auðvitað, við fengum t.d. í félagsmálaráðuneytinu 5% kröfu
Lára: Já, hver setur þessa kröfu?
Árni : Ja, það er almenna krafan sem sett var á allt aðhald í ríkiskerfinu..
Lára: Já ég er að spekúlera í því hver er það sem setur hana, er það ekki þið sjálfir?
Árni: Jú, jú.
Freyr: Jóhanna er búin að segja marg oft að kreppan eigi ekki að bitna á þeim sem minnst mega sín?
Árni: Nei, nei, það er samt niðurstaðan að við lögðum 5% kröfu á velferðarþjónustunna, 7% á menntakerfið og 10% á aðra opinbera þjónustu.
Lára: Hefði ekki verið hægt að setja 15% aðra opinbera þjónustu og ekkert á velferðina?
Árni: Jú, jú, ef þú ætlar að skera ekkert niður í velferðinni þá gerir þú nú ekki mikið því hún er 70% af öllu saman þannig að það er auðvitað vandinn..
Freyr: Þú varst að segja áðan Árni
Lára: Þannig að það verður alltaf að skera niður þar.
Árni: Þannig að það verður alltaf að skera eitthvað niður þar en það sem ég er bara að segja er þetta. Ég er ekkert að kvarta yfir því að takast á við erfið verkefni, ég er bara segja að það þarf auðvitaða ákveðinnar samkvæmni að gæta og það er auðvitað verið að taka erfiðar ákvarðanir, við erum að hlífa t.d. þjónustu við fatlaða þannig að þar er ekki einu sinni verið að skera niður í 5% heldur langt þar fyrir neðan en samt sem áður skiptir það hundruðum milljóna sem að fjárveitingar á næsta ári munu minnka á næsta ári til þeirrar þjónustu og á sama tíma finnst mér þá blóðugt að halda opnu innantómu monthúsi eins og Þjóðmenningarhúsinu fyrir 100 milljónir króna á ári.
Lára: Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra þakka þér kærlega fyrir komuna á Morgunvaktina.