Siv Friðleifsdóttir

Eiríkur Tómasson tjáir sig um þjóðaratkv.gr. vegna icesave

10/01/2010

Eiríkur Tómasson, lögmaður, sagði 5. jan. 2010 í Rúv-sjónvarpi að erfitt yrði að endursemja við Breta og Hollendinga ef þjóðin segði já við icesavelögunum. Hér er bútur úr viðtalinu. Spyrill var Bogi Ágústsson og var tilefnið blaðamannafundur forseta Íslands þar sem hann synjaði icesave-lögunum staðfestingar.

Bogi:  rangtúlka þig gróflega Eiríkur?

Eiríkur: Nei, nei, ég hérna sko málið er svo snúið vegna þess að, nú ætla ég ekki að fara að vera með einhverja pólitískar útleggingar hér. En ég hef lítillega komið að þessu máli sem ráðgjafi og hef í sjálfu sér ekki haft neina efnislega afstöðu til þess. En sko þetta er þannig að menn hafa gert sér vonir um það hugsanlega, ef að tíminn ynni nú með okkur, að það væri hægt að taka þessa samninga upp síðar..

Bogi: Já

Eiríkur: Í viðræðum við bresk og hollensk stjórnvöld, hugsanlega með milligöngu Evrópusambandsins. Ég held að það sé alveg óhætt að segja það að ef að þjóðin hefur samþykkt þessi lög í þjoðaratkvæðagreiðslu, meirihluti þjóðarinnar, þá er slíkt miklu erfiðara, þá styrkist staða Hollendinga og Breta. Með þessu er ég ekki að segja að, er ég ekki að taka neina afstöðu og ég er sjálfur ekki búinn að gera upp hug minn hvernig ég myndi greiða atkvæði í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu. En ég held að þetta atriði hljóti að spila inn í hjá mörgum. Þannig að ég er ekki viss um að þjóðaratkvæðagreiðslan að hún leggist upp með sama hætti og atkvæðagreiðslan á Alþingi um lagafrumvarpið núna fyrir áramótin.

Bogi: Hvað áttu við með því að hún leggist upp með sama hætti.?

Eiríkur: Ja, sko það er dálítið annað að naumur meirihluti þingsins hafi samþykkt heldur en að meirihluti þjóðarinnar hafi samþykkt skilmála sem að Bretar og Hollendingar eru sáttir við.

Bogi : Já, það er þess vegna sem þú segir að þeirra staða væri sterkari gagnvart því ef menn vildu taka upp samningana á einhverjum seinni tímapunkti.

Eiríkur: Já, þeir gætu þá vísað til þess að meirihluti þjóðarinnar, ef að t.d. einhver framtíðar ríkisstjórn sneri sér til þeirra og vildi nú fá þessum skilmálum breytt, að þá gætu Bretar og Hollendingar einfaldlega sagt, ja íslenska þjóðin hefur talað, hún hefur sætt sig við þessa skilmála. Vegna þess að í þessu máli er og það ég, þó ég sé bundinn trúnaði að verulegu leyti að því er þau atriði varðar. Í þessu máli eins og öllum milliríkjadeilum gerast hlutir og eru hlutir undir sem ekki er hægt að draga fram í dagsljósið..

Bogi: Já

Eiríkur: Og ég þykist alveg vita og ég er ekki að ljóstra upp neinu leyndarmáli, að ef að tíminn hefur unnið með okkur, vegna þess að þetta mál er ekki bara lagalegs eðlis heldur ekki síður pólitísks eðlis..

Bogi: Einmitt

Eiríkur: Þá er möguleiki, þrátt fyrir þessa stífu skilmála að taka þá upp og menn geta alltaf samið upp á nýtt ef báðir aðilar samþykkja og það getur verið að það verði þrýstingur á Breta og Hollendinga að gera það. Þannig að..

Bogi: Nú er málið heldur ekki jafn pólitískt heitt í Bretlandi og það var?

Eiríkur: Nei, en en sko það setur okkar ráðamenn í vanda, þá er ég að segja ráðamenn framtíðarinnar, ef að þjóðin hefur samþykkt þessa skilmála. Nú eins og ég segi ég ætlaði mér nú ekki að fara að setja mig í hérna í neinar pólitískar stellingar í þessu máli en þetta segir mér að þetta mál er ekki vel fallið til þjóðaratkvæðis en forsetinn hefur tekið sína ákvörðun, hún er gild, samkvæmt okkar stjórnarskrá og við lögfræðingar, við kunnum það eða eigum að kunna það að við eigum að segja hvernig stjórnarskráin er, hvernig hana ber að skýra, hvernig lögin ber að skýra, hvort sem við teljum að það geti haft í för með sér óheppilegar afleiðingar eða vera óheppilegt pólitískt. Þetta eiga menn nú stundum erfitt með að skilja, skiljanlega.

Bogi: Já