Siv Friðleifsdóttir

Úthlutanir úr Norræna menningasjóðnum

11/05/2010

Átta norræn verkefni sem Íslendingar skipuleggja fengu styrk úr Norræna menningasjóðnum(NM) að þessu sinni upp á samtals 1,3 milljónir DKK( sem er um 30 milljónir IKR). Stjórnin valdi einnig leiklistarviðburður ársins, sem hlýtur hæstan styrk árlegan úr sjóðnum. Verkið sem valið var er leikverk sem m.a. Vesturport mun sýna í félagi við FÅR302(lítill danskur leikhópur) og Borgarleikhúsið í Malmö. Leikverkið verður sýnt í nokkrum norrænum löndum á næsta ári. Var styrkurinn 3 milljónir DKK(sem er um 66 milljónir IKR). Leiklistarviður ársins ber vinnuheitið -Udvandrerne-, og mun fjalla um hvernig fólki reiðir af sem hefur yfirgefið land sitt sjálfviljugt eða nauðugt. Íslenski leikhópurinn Vesturport er þekktasti norræni leiklistarhópurinn á alþjóðavísu í dag.
Önnur norræn menningarverkefni sem fengu styrk og Íslendingar skipuleggja eru m.a. :

Lókal-International Theatre Festival, Reykjavík.
Sail Húsavík/Íslenska vitafélagið-félag um íslenska strandmenningu.
Marþöll, menningarverkefni fyrir konur, haldið á Akureyri.
Nordic Jazz 2010.
Islandske middelaldershåndskrifter og norrön kulturhistorie.
DESIGN ICELAND-Iceland Contemporary Design-furniture, product desing and architecture.

Norræni menningarsjóðurinn styrkir menningarverkefni sem norræn lönd vinna að saman. Til að eiga möguleika á styrk þurfa a.m.k. þrjú lönd að standa að verkefni nema þegar vestnorræn lönd eru í samstarfi við stóru norrænu ríkin, þá duga tvö lönd til. Íslendingar eru um 1% Norðurlandabúa og borga 1% af fjárlögum norræna samstarfsins. Við fáum um 5% af styrkupphæðinni í norræn verkefni, sem við skipuleggjum, af upphæðinni sem NM útdeilir árlega. Svíar og Finnar fá aðeins undir sínu innborgunarhlutfalli, Norðmenn og Danir eru á pari, en fámennari lönd s.s. hin vestnorrænu fá meira í sín samstarfsverkefni en þau leggja inn í sjóðinn.