Siv Friðleifsdóttir

Danssýningin Kyrrja

04/06/2010

Ragnheiður S. Bjarnarson útskrifaðist af dansbraut Listaháskóla Íslands. Hún var í fyrsta útskriftar árgangnum frá brautinni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ragnheiður unnið við danslistina í fjölda mörg ár. Hún er meðlimur í danshópnum Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypunni, en hópurinn var tilnefndur til Grímunnar, á síðasta ári. Þetta er fyrsta sólóverk Ragnheiðar eftir útskrift en það er sýnt á Norðurpólnum, nýstofnuðu leikhúsi á Seltjarnarnesi.

Hér eru upplýsingar um sýninguna:

Kyrrja
Sviðssetning
Totoro

Sýningarstaður
Norðurpóllinn

Frumsýning
20. maí 2010

Tegund verks
Danssýning

Skynjum við litbrigði martraða?
björt sem mjöll
rjóð sem rós
tinnusvört
Komdu á vit ævintýranna - og ef þú rýnir vel gæturðu séð engla...
Tilgangur verksins er að rannsaka munin á milli góðs og ills. Kanna hvað hugtökin himnaríki og helvíti standa fyrir og hvort það sé nauðsynlegt að hafa einn heim af hinu góða og annan af hinu illa/vonda. Er tvískiptur heimur nauðsynlegur til að skilja jafnvægið á milli þeirra? Eru hinir samfélagslega illu eins vondir og við viljum halda? Eru þeir illu að reyna að fá okkur til að horfast í augu við okkur sjálf? Hvað kraumar undir hinu góða yfirborði? Hvað gerist ef prinsessan deyr?

Höfundar
Hjördís Árnadóttir
Ragnheiður S. Bjarnarson
Texti
Snæbjörn Brynjarsson
Leikmynd
Ragnheiður S. Bjarnarson

Lýsing
Leifur Þorvaldsson

Tónlist
Jóhann Friðgeir Jóhannson

Hljóðmynd
Jóhann Friðgeir Jóhannson

Dansari
Ragnheiður S. Bjarnarson

Danshöfundur
Ragnheiður S. Bjarnarson
- - - - - -